Header Paragraph

Vísindi, tilraunir og fræðsla hjá Háskólalestinni á Húsavík

Image

Vísindi, tilraunir og fræðsla einkenndu daginn hjá Háskólalestinni á Húsavík í dag.

Fróðleiksfúsir og frábærir nemendur í 7.–10. bekk Borgarhólsskóla sóttu fjölmörg áhugaverð námskeið hjá fræðimönnum Háskóla Íslands og samstarfsaðilum úr nærsamfélaginu fyrripart dags. Boðið var upp á námskeið í íþrótta- og heilsufræði, hönnun vélmenna, hvölum í sýndarveruleika, blaða- og fréttamennsku, steam greinum — plöntum & tónlist, gervigreind, sjúkraþjálfun, fablab, stjörnufræði og efnafræði.

Opið vísindahús fyrir bæjarbúa vakti mikla lukku seinnipartinn og þar kynntust ungir sem aldnir undrum vísindanna á skemmtilegan og gagnvirkan hátt.

Í gær sóttu áhugasamir kennarar tvær kennarasmiðjur í náttúruvísindum og um hvali í sýndarveruleika.

Áhöfn lestarinnar þakkar Húsvíkingum fyrir frábærar móttökur og yndislega samveru.

Skoðið myndir frá ferð Háskólalestarinnar á Húsavík. Fleiri myndir bætast við albúmið á næstu dögum

Image