Fyrri ár
Hér að neðan má sjá áfangastaði Háskólalestar fyrri ára
Árið 2023 heimsótti Háskólalestin eftirfarandi staði:
- Vík 4. maí
- Stykkishólmur 12. og 13. maí
- Ísafjörður 19. og 20. maí
- Eyrarbakki 25. og 26. maí
Árið 2022 heimsótti Háskólalestin eftirfarandi staði:
- Hvolsvöllur (5.-6.maí)
- Grindavík (12.- 14.maí)
- Dalvík (19.-21.maí)
- Ólafsvík (26.-28.maí).
Háskólalestin hélt upp á 10 ára starfsafmæli sitt, en hún var sett á laggirnar á aldarafmælisári Háskóla Íslands árið 2011. Áhersla starfsmanna lestarinnar er að kynna vísindi á lifandi, skemmtilegan og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki og hefur lestin heimsótt á fjórða tug sveitarfélaga um allt land frá því að hún rúllaði fyrst af stað.
Á vormánuðum 2021 var Háskólalestin haldin í sitt árlega ferðalag og heimsótti þrjá áfangastaði, en þeir voru:
- Hvammstangi – 13. og 14. maí
- Hólmavík – 20. og 21. maí
- Eskifjörður – 27. og 28. maí
Frestað þurfti öllum ferðum Háskólalestarinnar árið 2020 sökum COVID-19 heimsfaraldursins.
Áætlað var að heimsækja Akranes, Eskifjörð, Hólmavík og Hvammstanga annaðhvort í maí eða september en því var svo frestað fram til ársins 2021.
Á vormánuðum 2019 hélt Háskólalestin í sitt árlega ferðalag og heimsótti fjóra áfangastaði, en þeir voru:
- Hveragerði – 3. og 4. maí
- Bolungarvík – 10. og 11. maí
- Fjallabyggð – 17. og 18. maí
- Djúpivogur – 24. og 25. maí
Að venju fékk áhöfnin frábærar mótttökur á öllum þessum stöðum og hitti skemmtilega og fróðleiksfúsa nemendur.
Á vormánuðum 2018 hélt Háskólalestin í sitt árlega ferðalag og heimsótti fjóra áfangastaði, en þeir voru:
- Vestmannaeyjar – 4. maí
- Borgarnes – 11. og 12. maí
- Grenivík – 18. og 19. maí
- Egilsstaðir – 25. og 26. maí
Að venju fékk áhöfnin frábærar mótttökur á öllum þessum stöðum og hitti frábæra og fróðleiksfúsa nemendur.
Háskólalestin heimsótti þrjá áfangastaði í maí árið 2017, en þeir voru:
- Vík í Mýrdal – 5. og 6.maí
- Sandgerði – 12. og 13.maí
- Flateyri og Suðureyri – 19. og 20. maí.
Að venju fékk áhöfnin frábærar mótttökur á öllum þessum stöðum og hitti frábæra og fróðleiksfúsa nemendur.
Árið 2016 heimsótti Háskólalestin fjóra áfangastaði:
- Búðardal
- Blönduós
- Stykkishólm
- Voga.
Að venju fékk áhöfnin frábærar mótttökur á öllum þessum stöðum og hitti frábæra og fróðleiksfúsa nemendur.
Árið 2015 heimsótti Háskólalestin fjóra staði á landinu:
- Höfn í Hornafirði
- Vopnafjörð
- Langanesbyggð
- Húsavík
Þetta var í fyrsta skipti sem Háskólalestin heimsótti staði sem hún hafði heimsótt áður, en Húsavík og Höfn voru á meðal áfangastaða lestarinnar árið 2011. Að venju fékk áhöfn Háskólalestarinnar frábærar viðtökur og var gestrisni heimamanna framúrskarandi, hvert sem komið var.
Árið 2014 heimsótti lestin
- Laugarvatn
- Vestmannaeyjar
- Hólmavík
- Dalvík
- Snæfellsnes.
Viðtökurnar voru frábærar og fjölmennt á öllum viðburðum lestarinnar.
Árið var viðburðarríkt. Góðir gestir slógust með lestinni í för, kvikmyndafólk myndaði lestarferðir fyrir heimildarmynd um Háskólalestina og fjölmiðlar fjölluðu um lestarferðirnar.
Árið 2013 heimsótti lestin
- Vesturbyggð
- Sauðárkrók
- Fjarðabyggð
Viðtökurnar voru afar góðar og áhöfnin hafði jafn gaman að heimsóknunum og bæjarbúar sjálfir.
Árið 2012 heimsótti lestin
- Kirkjubæjarklaustur
- Fjallabyggð
- Grindavík
- Ísafjörð
Á öllum stöðum voru háskólafög kennd í grunnskólum staðanna og Vísindaveislu slegið upp.
Þetta árið hlaut Háskólalestin Vísindamiðlunarverðlaun Rannís við hátíðlega athöfn á Vísindavöku Rannís. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti þá Jóni Atla Benediktssyni, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands, viðurkenningu fyrir verkefnið, en fulltrúar Háskólalestarinnar tóku við viðurkenninguni með honum.
Árið 2011 hélt Háskólalestin í sína fyrstu ferð og heimsótti alls 10 staði það ár
- Stykkishólm
- Hvolsvöllur
- Höfn
- Skagaströnd
- Húsavík
- Bolungarvík
- Egilsstaðir
- Sandgerði
- Seltjarnarnes
- Laugarvatn
Móttökur heimamanna, velvilji og gestrisni voru einstök, hvar sem komið var. Náið samstarf við skólastjórnendur í undirbúningi og framkvæmd heimsókna Háskólalestarinnar var áberandi í fyrstu ferðum hennar og setti jafnframt svip sinn á allar þær ferðir sem fylgt hafa í kjölfarið.