Header Paragraph

Vel lukkuð ferð Háskólalestarinnar til Hafnar í Hornafirði

Image

Nemendur í efstu bekkjum Heppuskóla sóttu vel valin námskeið úr Háskóla unga fólksins þann 3. maí. Nemendur bjuggu m.a. til lyklakippur með gervigreind í Fab Lab, tengdu saman bókmenntir og loftslagsbreytingar, smíðuðu og forrituðu fígúrur, fræddust um himingeiminn og blaða- og fréttamennsku. Þá gerðu nemendur áhugaverðar tilraunir í efnafræði og lærðu ýmislegt um líkamann í sjúkraþjálfun ásamt því að prufa hjólastóla og hjálpartæki. 
Einnig var boðið upp á kennarasmiðju í náttúruvísindum fyrir afar áhugasama kennara. Ferð lestarinnar endaði svo með opnu vísindahúsi þar sem heimamenn kynntust undrum vísindanna með gagnvirkum og lifandi hætti. 
Háskólalestin þakkar kærlega fyrir sig.  Það var afskaplega gaman að heimsækja Höfn í Hornafirði.

Skoðið myndir frá ferðinni. 

 

Image