Stjórnmálafræði

Af hverju fjalla fjölmiðlar svona mikið um stjórnmál? Hvað þýðir eiginlega lýðræði í dag? Vitum við nógu mikið um það sem er að gerast annars staðar í heiminum? Hvers vegna eru svona margir stjórnmálamenn með síðu á Facebook? Af hverju vilja frægir söngvarar mæta í Hvíta húsið og heilsa upp á Barack Obama Bandaríkjaforseta?

Í námskeiðinu spáum við í tengsl stjórnmála, poppmenningar, valds og frægðar. Fjallað er um íslensk stjórnmál í dag og stöðu ungs fólks á Íslandi eftir hrun. Athyglinni er einnig beint að alþjóðastjórnmálum. Hvað segja fjölmiðlar okkur um það sem er að gerast annars staðar í heiminum? Hvað ræður því hvað kemst á skjáinn? Fjölmiðlar spila stórt hlutverk í stjórnmálum í dag og fjallað verður um hvernig stjórnmálamenn reyna að nýta sér fjölmiðla til að koma sér og sínum stefnumálum á framfæri. Sumir ganga jafnvel svo langt að fá frægar poppstjörnur til að hjálpa sér að fanga athygli almennings. Hvað segir það okkur um stjórnmál í dag? Stuðst er við fjölbreyttar aðferðir í kennslunni og nemendur taka virkan þátt í námskeiðinu.

Image