Næringarfræði

Í námskeiðinu er fjallað um strauma og stefnur í næringarfræði og fræðin borin saman við tískubylgjur; hvernig getum við vitað hvað skiptir máli? Við skoðum hvað það er sem einkennir heilsusamlegt mataræði og veltum fyrir okkur hvernig einkenni og lífshættir, eins og líðan, þreyta, hreyfing og svefn, geta haft áhrif á fæðuvenjurnar og einnig hvernig umhverfið hefur áhrif á það sem við borðum. Með umhverfinu er t.d. átt við vöruframboð, heimilið, skólann, fjölskyldu og vini. Loks förum við yfir einfaldar leiðir til að auka hollustuna án mikillar fyrirhafnar og æfa okkur á eigin bragðlaukum með smávegis tilraunaeldhúsi.

Image