Það var líf og fjör þegar nemendur úr 5.–10. bekk Vopnafjarðarskóla, Öxarfjarðarskóla og grunnskólanum á Þórshöfn tóku þátt í fjölbreyttum og fræðandi námskeiðum Háskólalestarinnar miðvikudaginn 7. maí. Áhuginn leyndi sér sannarlega ekki og nemendur voru forvitnir, áhugasamir og virkir þátttakendur í hverju námskeiði.
Á námskeiðunum fengu þau meðal annars að:
Kynnast starfi fjölmiðla, prófa tæki og tól og sjá hvernig fréttaviðtöl eru tekin.
Taka þátt í efnafræðitilraunum með sprengju Kötu og upplifa efnafræði í verki.
Fræðast um gervigreind, tækifæri hennar og takmörk, og ræða hvernig hún getur gert ótrúlegustu hluti.
Kynnast japanskri menningu og máli, og læra grunnatriði í japanskri tungu.
Prufa verklega sjúkraþjálfun, læra hvernig líkaminn virkar og hvað fellst í starfi sjúkraþjálfara.
Spreyta sig í dulkóðun og hvernig hægt er að senda leynileg skilaboð.
Smíða eigin rafhlöðu, bæði úr kartöflu og einnig öðrum efnum.
Kennarar lestarinnar tóku fagnandi á móti nemendum sem vöktu athygli fyrir kurteisi, samvinnu og óbilandi forvitni. Það er greinilegt að framtíðin er björt með þetta unga fólk á ferð.
Vísindaævintýrið heldur áfram!
Fimmtudaginn 8. maí frá kl. 15:00–17:00 verður Opið Vísindahús í Félagsheimilinu Miklagarði. Þar býðst öllu samfélaginu — börnum, fullorðnum og öldruðum — að kynnast vísindum með gagnvirkum og skemmtilegum hætti.
Spennandi efnafræðitilraunir sprengju Kötu.
Gestir taka fréttaviðtöl
Tól og tæki sjúkraþjálfara
Kafað inn í heimi gervigreindar
Dulkóðun og dulmál
Japönsk myndtákn og mál
Tilraunir með rafhlöður og eldflaugar
Öll eru hjartanlega velkomin — aðgangur er ókeypis og engin skráning nauðsynleg.
Skoðið myndir frá ferð Háskólalestarinnar á Vopnafjörð! Í myndaalbúminu má sjá ljósmyndir frá kennarasmiðjum, kennslu fyrir 5.–10. bekk Vopnafjarðarskóla, Öxarfjarðarskóla og grunnskólans á Þórshöfn, sem og frá Opnu Vísindahúsi fyrir allt samfélagið í Félagsheimilinu Miklagarði.





