Háskólalestin er að hlaða rafhlöðurnar og rúllar senn af stað í Sandgerði. Þar verður boðið upp á opið vísindahús í sal Sandgerðisskóla laugardaginn 31. ágúst milli kl. 14 - 16. Opið fyrir allt samfélagið, unga sem aldna.

Daginn áður verða haldin fjölbreytt og spennandi námskeið fyrir 6., 7., 9. og 10. bekk Sandgerðisskóla. Þar verður boðið upp á námskeið í skurðlækningum, blaða- og fréttamennsku, efnafræði, japönskum fræðum, gervigreind, íþrótta- og heilsufræði, tækjaforritun, stjörnufræði og sjúkraþjálfun. 

Fimmtudaginn 29. ágúst verður Háskólalestin með kennarasmiðjur fyrir áhugasama kennara í gervigreind og tækjaforritun. 

Image