Header Paragraph

Háskólalestin í Stykkishólmi 12. og 13. maí 2023

Image

Háskólalestin var í Stykkishólmi dagana 12. og 13. maí og bauð upp á námskeið í eðlisfræði, blaða- og fréttamennsku, sjúkraþjálfun og kortagerð fyrir nemendur í 7. -10. bekk.

Áhöfnin var einnig með kennarasmiðjur fyrir áhugasama kennara og sló síðan upp vísindaveislu í íþróttahúsinu! Það var afskaplega gaman að heimsækja Stykkishólm og þakkar Háskólalestin kærlega fyrir sig.

Fleiri myndir eru á Facebook síðu Lestarinnar, sjá hér.

Ferðinni er haldið áfram á Ísafjörð, 19. og 20. maí.

Image