Háskólalestin heimsótti Ísafjörð dagana 19. og 20. maí og Eyrarbakka 26.maí 2023
Dagana 19. og 20. maí heimsótti fjölmenn áhöfn Háskólalestarinnar Ísafjörð vestur á firði. Þar var boðið upp á námskeið í blaða- og fréttamennsku, dulkóðun, eðlisfræði, efnafræði, forritun, kortagerð, orðaleikjum, sjúkraþjálfun, íþrótta- og tómstundafræði og stjörnufræði.
Um 104 nemendur úr 8.-10. bekk tóku þátt og létu sig ekki vanta á Vísindaveisluna sem haldin var í samkomusal Grunnskólans á Ísafirði. Myndir eru á Facebook síðu Lestarinnar, sjá hér.
Föstudaginn 26. maí heimsótti áhöfnin Barnaskólann á Eyrarbakka. Um 60 nemendur úr 6. - 10. bekk sátu námskeið í efnafræði, forritun, kortagerð, orðelikjum, stjörnufræði, tómstunda- og félagsmálafræði og vindmyllum. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna var ekki hægt að halda Vísindaveislu. Við vonumst til þess að heimsækja aftur fljótlega!