Fornleifafræði

Fornleifafræði getur sagt okkur margt um fortíðina. Með því að skoða það sem liggur undir jörðinni getum við komist að ýmsu um forna búskaparhætti langt aftur í tímann.

Í fornleifafræði í Háskóla unga fólksins kynnast nemendur  hvar og hvernig fornleifafræði er stunduð. Við skoðum hvernig fornleifafræðingar vinna í samstarfi við aðra fræðimenn og í tengslum við það lítum við bæði á bein og plöntur, gamla gripi og jarðveg. Þátttakendur fá tækifæri til þess að setja sig í spor fornleifafræðingsins og framkvæma alls kyns greiningar út frá því sem þeir læra.

Image