Vorboðinn ljúfi er auðvitað Háskólalestin sem mun í ár heimsækja fjóra áfangastaði á landsbyggðinni. Að venju býður áhöfn lestarinnar með fjölbreytt og spennandi námskeið og smiðjur úr Háskóla unga fólksis og Vísindasmiðjunni fyrir bæði nemendur og kennara. Og auðvitað verður í boði hressileg vísindaveisla í fyrir alla heimamenn, sannkölluð fjölskylduskemmtun.
Háskólalestin mun heimasækja eftirfarandi staði:
→ Vík 4. maí
→ Stykkishólmur 12. og 13. maí
→ Ísafjörður 19. og 20. maí
→ Eyrarbakki 25. og 26. maí
Megináherslan Háskólalestarinnar er að kynna vísindi á lifandi og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki, styðja við starf grunnskólanna og efla tengsl við landsmenn á öllum aldri. Til viðbótar við námskeiðahald í skólum er efnt til mikillar vísindaveislu með sýnitilraunum, óvæntum uppgötvunum og uppákomum. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Háskólalestin hefur hlotið Vísindamiðlunarverðlaun Rannís fyrir störf sín, sömuleiðis hafa bæði Vísindasmiðjan og Háskóli unga fólksins fengið viðurkenningar fyrir vísindamiðlun.
Háskólestin hefur heimsótt nær fjórða tug áfangastaða um allt land frá upphafi árið 2011 og ávallt fengið einstaklega hlýjar móttökur heimamanna. Allt starf lestarinnar er skipulagt í samstarfi við sveitarfélög og skóla hvers áfangastaðar og er skólum og nemendum að kostnaðarlausu.
Áhöfnin hlakkar mikið til þess að hitta ykkur öll! Hægt verður að fylgjast með okkur hér og á facebook síðu lestarinnar.