Eftir stutt stopp í Reykjavík, eftir frábæra ferð á Vopnafjörð, brunaði Háskólalestin vestur í Vesturbyggð. Þar taka Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur þátt í kennarasmiðjum þriðjudaginn 13. maí, og nemendur í 5.–10. bekk sækja vel valin námskeið úr Háskóla unga fólksins miðvikudaginn 14. maí. Kennslan fer fram í Patreksskóla.
Opið Vísindahús á Patreksfirði verður fimmtudaginn 15. maí kl. 16–18 í Félagsheimilinu.
Öll til sjávar og sveita, á öllum aldri, eru hjartanlega velkomin í Opið Vísindahús þar sem gestir fá að kynnast vísindum á gagnvirkan, lifandi og skemmtilegan hátt!
Á dagskrá má m.a. finna:
Tilraunir með eldflaugar
Óvæntar uppgötvanir himingeimsins með Sævari Helga
Spennandi efnafræðitilraunir SprengjuKötu
Heimur gervigreindar á ýmsa vegu
Gestir taka fréttaviðtöl fyrir framan myndavél
Eru til kórallar á Íslandi?
Þrautabraut og líkaminn með sjúkraþjálfara
Við hlökkum til að sjá ykkur – vísindi fyrir öll!



