Header Paragraph

Lestin leggur af stað í maí

Í ár er sjötta árið sem Háskólalestin ferðast um landið og er ferðaáætlun lestarinnar orðinn nokkurs konar vorboði. Því er það mikið ánægjuefni að tilkynna að ferðaáætlun lestarinnar liggur fyrir. Í maí heimsækir lestin Búðardal, Blönduós, Stykkishólm og loks Voga. Fyrsta ferðin verður farin 5. - 7. maí, þegar brunað verður í Búðardal.

Undirbúningur fyrir ferðirnar er kominn á fullt skrið, enda í mörg horn að líta. Nú er verið að raða saman námskeiðum úr Háskóla unga fólksins og atriðum fyrir vísindaveislurnar, það eru vissulega spennandi tímar framundan!

Líkt og í fyrra er Háskólalestin nú hluti af Norrænu þekkingarlestinni. Um hana má lesa nánar hér á heimasíðunni og einnig birtast fréttir af lestum Norðurlandanna áf Facebook-síðu Norrænu þekkingarlestarinnar.