Vopnafjörður

Háskólalestin á Vopnafirði.Önnur heimsókn Háskólalestarinnar árið 2014 var til Vopnafjarðar. Á föstudeginum sóttu nemendur Vopnafjarðarskóla, Brúarásskóla og Grunnskóla Borgafjarðar Eystri fjölbreytt námskeið Háskóla unga fólksins í stjörnufræði, vindmyllum og vindorku, vísindaheimspeki, japönsku, forritun, næringarfræði, eðlisfræði og efnafræði.

Vísindaveislan var að sjálfsögðu á sínum stað á laugardeginum með ýmsum uppákomum fyrir gesti og gangandi; stjörnutjald, sýnitilraunir, þrautir og margt fleira. Heimamenn tóku vel á móti áhöfninni sem hafði alveg jafn gaman af heimsókninni og heimamenn sjálfir. 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is