Vogar

Lokaferð Háskólalestarinnar var dagsferð til Voga í Vatnsleysuströnd. Lestin hafði áður heimsótt Reykjanesið þegar hún heimsótti Sandgerði árið 2011 en þetta var fyrsta ferð hennar til Voga. Í Stóru-Vogaskóla tóku á móti kennurum Háskóla unga fólksins spenntir og fróðleiksfúsir nemendur úr 6. - 10. bekk, tilbúnir að takast á við hin ýmsu háskólafög. Boðið var upp á námskeið í eðlisfræði, efnafræði, japönsku, vindmyllusmíði, vísindaheimspeki og stjörnufræði, auk Biophilia-tónvísindasmiðju.

Háskólalestin Vogar

Að þessu sinni var ekki haldin vísindaveisla, en hins vegar gafst ungum sem öldnum tækifæri á að fara í stjörnutjaldið og ferðast um himingeiminn undir leiðsögn Sævars Helga Bragasonar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is