Vík í Mýrdal

Mynd frá Háskólalestin.

Fyrsti áfangastaður Háskólalestarinnar árið 2017 var Vík í Mýrdal.

Föstudaginn 5. maí sóttu nemendur 6.-10. bekk í Grunnskóla Mýrdalshrepps og Kirkjubæjarskóla valin námskeið í Háskóla unga fólksins en þar glíma þau m.a. við
- efnafræði
- stjörnufræði
- vindmyllusmíði
- forritun
- eðlisfræði.

Daginn eftir, laugardaginn 6. maí, var Mýrdælingum og nærsveitamönnum boðið til veglegrar vísindaveislu í Félagsheimilinu Leikskálum frá kl. 12 til 16. Þar gátu gestir spreytt sig á alls kyns þrautum, tækjum og tólum, kynnt sér japanska tungu, ferðast um himingeiminn í stjörnutjaldinu, kynnst undrum efnafræðinnar, prófað vindmyllusmíði og gert ýmiss konar óvæntar uppgötvanir.

Mynd frá Háskólalestin.

Mynd frá Háskólalestin.

Mynd frá Háskólalestin.

Mynd frá Háskólalestin.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is