Vestmannaeyjar

Eftir góða heimsókn á Laugarvatn hélt Háskólalestin til Vestmannaeyja. Föstudaginn 16. maí sóttu nemendur úr 6. og 9. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja námskeið Háskóla unga fólksins, meðal annars í japönsku, efnafræði, eðlisfræði, stjörnufræði, heimspeki, stærðfræði, Lego-forritun og vísindaheimspeki.

Daginn eftir, laugardaginn 17. maí var vísindaveislu slegið upp í samkomuhúsinu Höllinni. Sprengjugengið var á sínum stað með ferskar sýningar fyrir gesti og gangandi. Stjörnufræðikennarinn bauð áhugasama velkomna í stjörnutjaldið; gestir fræddust um japanska menningu og sögu hugmynda; Nýsköpunarmiðstöð Íslands mætti með tæki og tól úr Fab Lab-inu; og fjölmargt annað skemmtilegt var í boði fyrir áhugasama. 

Fyrsta ferð Biophiliu með Háskólalestinni, eftir að verkefnin hófu samstarf, var til Vestmannaeyja og vakti samstarfið mikla lukku. Háskólalestin rataði svo í fréttir Stöðvar 2 eftir heimsókn sína til Vestmannaeyja. Lítið á!

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is