Um Háskólalestina

Á hundrað ára afmæli Háskóla Íslands var tímamótunum fagnað víða um land með svokallaðri Háskólalest. Hlutverk Háskólalestarinnar var þríþætt:

  • að fagna með landsmönnum aldarafmæli HÍ, með sérstakri áherslu á vísindamiðlun til ungs fólks og fjölskyldna
  • að beina athygli að starfi Rannsóknasetra HÍ á landsbyggðinni, tengslum þeirra við samfélagið og rannsóknir
  • að kynna fjölþætta starfsemi Háskóla Íslands

Dagsrká Háskólalestar tók mið af þessum margvíslegu hlutverkum: Undirbúningur var í nánu samstarfi við heimamenn, reynt var að höfða til sem flestra aldurshópa, sýna vísindi og fræði í áhugaverðu ljósi og tengja efnisvalið sem mest við hvern áfangastað.

Undanfarin ár hefur Háskólalestin ferðast um landið við miklar vinsældir. Í lestinni er lögð áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Viðtökur hafa verið með eindæmum góðar og hafa landsmenn á öllum aldri fjölmennt á viðburði Háskólalestarinnar.

Í Háskólalestinni eru valin námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir grunnskólanemendur og jafnvel leikskólabörn og framhaldskólanemendur. Að auki er slegið upp litríkum vísindaveislum fyrir alla heimamenn með stjörnuveri, sýnitilraunum, mælingum og pælingum, að ógleymdu Sprengjugenginu landsfræga.

Smellið á ártölin hér til vinstri til að fræðast nánar um lestarferðir fyrri ára.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is