Sauðárkrókur

Eftir frábæra ferð til Vesturbyggðar var förinni næst heitið á Sauðárkrók. Nemendur í 8. og 9. bekk grunnskólanna í Skagafirði sátu tíma í Háskóla unga fólksins og lærðu meðal annars um stjörnufræði, stærðfræði og vísindaheimspeki.

Vísindaveislu var svo slegið upp í húsnæði Fjölbrautarskólans. Þar voru meðal annars sýnitilraunir, furðuspeglar og syngjandi skál; japanskt mál og menning; leikir, þrautir og uppákomur; og ungir fréttamenn voru að störfum. Sprengjugengið og stjörnutjaldið var að sjálfsögðu á sínum stað.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is