Sandgerði

Laugardaginn 27. ágúst var tvöföld vísindaveisla haldin, en þá var Háskólalestin bæði á Sandgerðisdögum og á Seltjarnarnesi.

Í Sandgerði var slegið upp vísindaveislu með Sprengjugengi, stjörnutjaldi, eldorgeli og sýnitilraunum, undraspeglum og snúningshjóli, japanskri menningu, Vísindavef HÍ, stjörnufræði, jarðfræði, fornleifafræði, tæki og tólum, mælingum og pælingum og ótal mörgu fleira að skoða, kanna og upplifa.

Rannsóknasetur HÍ í Sandgerði kynnti starfsemina á lifandi og skemmtilegan hátt. Þar var hægt að fræðast um rannsóknir á kröbbum, fiskum, kræklingum og öðuskeljum svo fátt eitt sé nefnt. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is