Sænska þekkingarlestin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sænska þekkingarlestin er starfrækt af Technichus Science Center í samstarfi við Mid Sweden University, Norrdans, Dans i Västernorrland, Härnösands Folkhögskola og Kulturskolan i Sundsvall.

Á ári hverju býður Technicus skólum að koma í heimsóknir til sín. Sænska þekkingarlestin gerir Technicus kleift að bjóða upp á sams konar dagskrá handa skólum  sem eiga erfitt með að koma í heimsókn sökum staðsetningar. Þá verða einnig settar upp vísindaveislur á svæðum sem eru afskekkt og samfélögin hafa komið illa út úr efnahagskreppunni.

 

Í vísindaveilsunum verður boðið upp á efnafræðisýningar; "Sulan och Dojan" - tæknisýningu þar sem börnin eru klárari en kennararnir; stjörnutjald; "Orbit" - dansverk; KomTek - þar sem blandað er saman tækni, rafmagnsfræði, vatnsaflsfræði og sköpun; og LEGO - bygging og endurnýtanleg orka.

 

 

 

Mid Sweden University mun einnig nýta þekkingarlestina í fræðslu kennaranema. Kennaranemar munu hafa aðgang að öllu efni Biophiliu og þekkingarlestarinnar, auk þess sem þeim gefst kostur á að taka virkan þátt í vísindaveislunum.

 

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is