Norska þekkingarlestin er starfrækt af Jærmuseet Science Circus í samstarfi við fjölmarga aðila í Noregi.
Lestin mun meðal annars bjóða upp á vísindasirkús, stjörnutjald, gagnvirkar vísindasýningar og fjölmargar vinnustofur. Þá mun vísindasirkúsinn ferðast til Færeyja til að aðstoða við þekkingarlestina í Færeyjum.
Vísindasirkúsinn mun líka heimsækja skóla sem eru þátttakendur í Biophilia-verkefninu og verður innihald sirkússins þá sérstaklega tengdur viðfangsefnum Biophilia-appsins. Þá verður sérstaklega unnið með ljós og ljóstækni í tilefni af Alþjóðlegu ári ljóssins.