Háskólalestin á Ísafirði

Háskólalest Háskóla Íslands er stödd á Ísafirði sem er fjórði og síðasti áfangastaður hennar á þessu ári. Nemendur í efstu deild Grunnskóla Ísfjarðar hafa í dag glímt við spennandi námskeið í efnafræði, japönsku, lífrræði, stjörnufræði, þjóðfræði, mannfræði og fornleifafræði í Háskóla unga fólksins og eins og meðfylgjandi myndir bera með sér skorti ekki vísindaáhugann.

Á morgun, laugardaginn 26. maí, verður svo efnt til veglegrar vísindaveislu í Edinborgarhúsinu þar sem Sprengjugengið, Stjörnuverið, eldorgel, japönsk menning, stjörnufræði, þrautir og leikir standa gestum til boða. Vísindaveislan stendur frá kl. 12 til 16. Sprengjugengið landsfræga verður með tvær sýningar, kl. 12:30 og 14:30, og Stjörnuverið verður opið frá kl 13.

Dagskrá Háskólalestarinnar er öllum opin og aðgangur er ókeypis.
 
Um Háskólalestina
Á hundrað ára afmæli Háskóli Íslands 2011 var tímamótunum fagnað víða um land með svokallaðri Háskólalest sem ferðaðist um landið við miklar vinsældir. Vorið 2012 lagði lestin af stað á ný og hefur nú þegar heimsótt Kirkjubæjarklaustur, Fjallabyggð og Grindavík.

Hægt er að fylgjast með Háskólalestinni á vef hennar og á Facebook.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is