Stykkishólmur

Þriðji áfangastaður Háskólalestarinnar þetta vorið var Stykkishólmur, en þetta var í annað sinn sem lestin sótti þetta glæsilega bæjarfélag heim. Sem fyrr var dagskrá Háskólalestarinnar tvískipt. Á föstudeginum sóttu nemendur í 6. - 10. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi námskeið úr Háskóla unga fólksins í efnafræði, japönsku, eðlisfræði, stjörnufræði, jarðfræði, vindmyllusmíði, leik með hljóðum og vísindaheimspeki.

Háskólalestin Stykkishólmur

Á laugardeginum var haldin vísindaveisla í Hótel Stykkishólmi þar sem fólk á öllum aldri prófaði þrautir, tilraunir og tæki; lærði að rita nafn sitt á japönsku; handlék fjölbreyttar steinategundir úr íslenskri náttúru; kynnti sér undraveröld hljóðsins og fylgdist með efnafræðisýningu Sprengju-Kötu. Þá var að sjálfsögðu boðið upp á ferðir um himingeiminn í stjörnutjaldinu. Fulltrúar frá Snæfellsnesi þjóðgarði og Vör sjávarrannsóknasetri tóku þátt í vísindaveislunni. Gríðarlega vel sótt vísindaveisla og stórkostlegar móttökur sem áhöfnin fékk, eins og reyndar venjan er hvar sem lestin stöðvast.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is