Húsavík

Háskólalestin á HúsavíkSíðasta ferð Háskólalestarinnar í bili var til Húsavíkur en lestin heimsótti Húsavík einnig árið 2011. Það var fjölmennur hópur áhugasamra nemenda sem beið áhöfn Háskólalestarinnar og gestrisnin alls ekkert síðri en á öðrum stöðum sem lestin sótti heim.

Föstudaginn 28. maí sóttu nemendurnir hámskeið í eðlisfræði, stjörnufræði, tölfræði, efnafræði, næringarfræði, japönsku, Biophililu, vindorku og vindmyllum, forritun og vísindaheimspeki auk þess sem Edda Elísabet Magnúsdóttir, einn helsti sérfræðingur Íslands í hvölum hélt námskeið um hvali, enda vel við hæfi á þessum stað.

Daginn eftir var svo haldin fjölsótt vísindaveisla þar sem boðið var upp á stjörnutjald, efnafræðibrellur, sýnitilraunir, þrautir, gátur og margt fleira. Það var þreytt en sátt áhöfn sem hélt heim á leið um kvöldið eftir fjórar vel heppnaðar lestarferðir í maí.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is