Langanesbyggð

Háskólalestin Langanesbyggð ÞórshöfnEftir frábærar ferðir til Hafnar og Vopnafjarðar var förinni heitið til Langanesbyggðar. Þetta var lengsta ferðalag Háskólalestarinnar frá upphafi og var ferðalagið fyllilega þess virði. 

Föstudaginn 22. maí sóttu nemendur grunnskóla Þórshafnar og Bakkafjarðar námskeið Háskóla Unga fólksins í efnafræði, stjörnufræði, japönsku, jarðfræði, vindorku og vindmyllum, vísindaheimspeki og eðlisfræði. 

Á laugardeginum var svo vísindaveisla í félagsheimilinu á Þórshöfn og greinilegt að ekki skortir íbúa Langanesbyggðar áhuga á vísindum og að uppgötva nýja hluti. Fullt var út úr dyrum í félagsheimilinu þann tíma sem veislan var haldin og mikið fjör!

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is