Höfn í Hornafirði

Háskólalestin á Höfn í HornafirðiFyrsta ferð Háskólalestarinnar árið 2015 var á stað sem hún hafði heimsótt áður; Höfn í Hornafirði. Áhöfn Háskólalestarinnar fékk frábærar móttökur á Höfn árið 2011 og ekki voru mótttökurnar síðri þetta árið.

Föstudaginn 8. maí sóttu nemendur Heppuskóla í 7. - 10. bekk námskeið úr Háskóla unga fólksins í eðlisfræði, stjörnufræði, vindumyllum og vindorku, vísindaheimspeki, forritun, Biophiliu, japönsku, tómstunda- og félagsmálafræði og jarðfræði. Ferðin heppnaðist einstaklega vel í alla staði og það var mjög ánægjulegt að hitta svona marga fróðleiksfúsa og áhugasama nemendur.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is