Færeyska þekkingarlestin - Seturstokið

Lestarvagnar færeysku þekkingarlestarinnar voru afhjúpaðir við hátíðlega athöfn á 50 ára afmælis Háskólans í Færeyjum. 

 

 

 

 

Færeyska þekkingarlestinSeturstokið mun heimsækja skóla á þremur mismunandi stöðum í Færeyjum: Nólsoy, Sörvág og Sandoy. Fyrri dag heimsóknarinnar verða haldin námskeið og vinnustofur. Seinni daginn verður svo slegið upp vísindaveislum, líkt og tíðskast í íslensku Háskólalestinni. Á vísindaveislunum verður meðal annars boðið upp á efnafræðisýningar, stjörnutjald, ýmsar gagnvirkar sýnitilraunir, auk þess sem fyrirtæki á hverjum stað fyrir sig munu taka virkan þátt í veislunum.

 

 

Í ár fagnar Háskólinn í Færeyjum fimmtíu ára afmæli og er Seturstokið hluti af hátíðarhöldunum. Vísindasirkús frá Jærmuseet í Noregi mun gefa góð ráð og aðstoða við undirbúning, auk þess sem sirkúsinn mun taka þátt í hátíðarhöldum fyrir fyrstu brottför. Þá verða Vísindaskirkúsinn og starfsfólk Háskólans með opna daga í Háskólanum vegna fimmtíu ára afmælishátíðarinnar.

 

 

 

 

 

 

Færeyska þekkingarlestinSeturstokið er samsett úr vögnum sem eru kassar á hjólum. Þessir kassar eru hannaðir með það í huga að í þá kemst allt dótið sem áhöfn Seturstoksins ferðast með sér og passa þeir auðveldlega inn í bíla. Þá eru þeir einnig fallegir á að líta og verða notaðir sem uppstilling á hverjum stað fyrir sig. Fram að fyrstu brottför eru lestarvagnarnir til sýnis í Norræna húsinu í Færeyjum. Þar gefur einnig að líta innihald þeirra og upplýsingar um námskeiðin, vísindaveislurnar, fyrirtækin sem munu taka þátt með Seturstokinu og fleira.

 

Hægt er að fylgjast með Seturstokinu á Facebook-síðu þess og á heimasíðu Háskólans í Færeyjum.

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is