Háskólalestin fer á Vopnafjörð

Eftir gríðarlega velheppnaða ferð á Höfn fer Háskólalestin næst á Vopnafjörð, en hún verður þar 14. - 16. maí. 

Föstudaginn 15. maí verða kennd námskeið úr Háskóla unga fólksins í Vopnafjarðarskóla í efnafræði, forritun, japönsku, vísindaheimspeki, vindorku, stjörnufræði og næringarfræði. Nemendur úr elstu bekkjum Vopnafjarðarskóla munu sækja námskeiðin, auk nemenda frá Brúarásskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar eystri.

Laugardaginn 16. maí býður Háskólalestin til vísindaveislu í Félagsheimilinu Miklagarði. Þar verða ýmsar sýnitilraunir, ferðalög um himingeiminn í stjörnutjaldinu sívinsæla, skrýtnir og skemmtilegir speglar, efnafræðitilraunir og svona mætti lengi áfram telja. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir!

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is