Seltjarnarnes

Dagkrá Háskólalestarinnar á Seltjarnarnesi dreifðist um víðan völl; í fjörum, túnum og görðum, í Nesstofu, Lyfjafræðisafni, Læknaminjasafni og Gróttu.

Guðrún Hallgrímsdóttir og Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir leiddu gönguferðir um gósenland sögunnar. Frábærir útileikir voru fyrir alla fjölskylduna undir styrkri stjórn nema úr tómstundafræði í HÍ. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness bauð gestum og gangandi í ferðir um himingeiminn með þartilgerðum búnaði, þar sem sólir, tungl og stjörnur voru skoðaðar. 

Þá voru haldin stutt erindi í Lyfjafræðisafni: Ólöf Ásta Ólafsdóttir flutti erindi um lærdómskúnst ljósmæðra í 250 ár, Anna Birna Jóhannsdóttir flutti fyrirlestur um flóru Seltjarnarness og lækningamátt, Kristján Leósson fjallaði um heim örtækninnar og Þorsteinn Vilhjálmsson um eðlisfræði fótboltans. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is