Egilsstaðir

Frá Bolungarvík var haldið til Egilsstaða þar sem vel var tekið á móti áhöfninni, en Háskólalestin kom við á Ormsteiti á Egilsstöðum. Nemendur sóttu ýmis námskeið Háskóla unga fólksins og gestir og gangandi sóttu vísindaveislu. Inni í stjörnutjaldinu ferðuðust gestir um himinhvolfið og fengu að kynanst undrum stjörnufræðinnar, Sprengjugengið var með stórkostlega sýningu, teiknirólan var á sínum stað líkt og fjölmargar aðrar uppákomur vísindaveislunnar. 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is