Bolungarvík

Eftir sumarfrí hélt Háskólalestin aftur af stað í ágúst og næsti viðkomustaður var Bolungarvík. Heimsóknin hitti á sama tíma og Ástarvika var haldin hátíðleg á Bolungarvík og sólin skein á áhöfnina og heimamenn.

Nemendur sóttu fjölbreytt námskeið Háskóla unga fólksins og svo var vísindaveisla haldin hátíðleg í Félagsheimilinu og Tónlistarskólanum. Þar var fjölmargt að sjá, heyra og upplifa fyrir alla fjölskylduna og alla aldurshópa. Í boði voru meðal annars sýningar félaga úr Sprengjugenginu, stjörnutjald, eldorgel, kröftugar sýnitilraunir, japönsk og frönsk menning, furðuspeglar, tæki og tól sjúkraþjálfara, stjörnuskoðun, fornleifar, ástarsögur og rómantík af ýmsu tagi. Þá voru einnig flutt stutt fræðsluerindi í fyrirlestrarsal Félagsheimilisins. 

Fréttastofa Stöðvar 2  ræddi við meðlimi Sprengjugengisins á Bolungarvík, sem meðal annars gæddu sér á kexi sem þeir höfðu dýft í köfnunarefni. Umfjöllun fréttastofunnar má sjá hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is