Vesturbyggð

Fyrsti áfangastaður Háskólalestarinnar árið 2013 var Vesturbyggð á Vestfjörðum. Föstudaginn 10. maí sóttu nemendur eldri deilda Grunnskóla Vesturbyggðar og Grunnskóla Tálknafjarðar námskeið í Háskóla unga fólksins í efnafræði, jarðfræði, Vísindavefnum, stjörnufræði, japönsku og hugmyndasögu. 

Á laugardeginum var svo slegið upp veglegri vísindaveislu í Félagsheimili Patreksfjarðar. Þar var meðal annars boðið upp á eldorgel og sýnitilraunir, fræðslu um japanska menningu og sögu hugmynda, leiki og þrautir, og ýmis tæki og tól eins og teiknirólu, furðuspegla og snúningshjól.

Sprengjugengið landsfræga var með í för og þá voru líka sýningar í hinu sívinsæla stjörnutjaldi. Matís, Náttúrustofa Vestfjarða á Patreksfirði og fleiri stofnanir á svæðinu tóku líka þátt í veislunni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is