Dalvík

Fjórði viðkomustaður Háskólalestarinnar árið 2014 var Dalvík, þar sem börn og fullorðnir tóku vel á móti áhöfn lestarinnar. Föstudaginn 30. maí sóttu nemendur eldri bekkja Dalvíkurskóla, Árskógaskóla og Þelamerkurskóla ýmis námskeið Háskóla unga fólksins, meðal annars í efnafræði, eðlisfræði, heimspeki, jarðvísindi, stjörnufræði og japönsku.

Daginn eftir sló áhöfnin svo upp vísindaveislu þar sem öllum gafst tækifæri á að koma í heimsókn. Stjörnutjaldið var vinsælt, líkt og sýningar Sprengjugengisins og öll tækin og tólin sem voru til sýnis í veislunni. Morgunblaðið leit við í vísindaveislunni á Dalvík. Umfjöllun um heimsókn lestarinnar til Dalvíkur má sjá hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is