Laugarvatn

Fyrsti áfangastaður Háskólalestarinnar árið 2014 var Laugarvatn. Fimmtudaginn 8. maí sóttu nemendur eldri deilda Bláskógaskóla námskeið Háskóla unga fólksins í efnafræði, íþróttanæringarfræði, blaða- og fréttamennsku, jarðvísindum, stjörnufræði og japönsku.

Á laugardeginum 10. maí var svo slegið upp veglegri vísindaveislu í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Á boðstólnum voru meðal annars magnaðar sýnitilraunir; japanskir búningar og skrautskrift; leikir og þrautir; ýmis tæki og tól; furðuspeglar; mælingar; og alls kyns óvæntar uppgötvanir. Sérfræðingar frá Landgræðslu Íslands buðu gestum þar að auki í skoðunarferð þar sem jarðsagan var lesin úr rofabörðum í nágrenninu. Sprengjugengið landsfræga var með í för og sýndi gestum og gangandi listir sínar. Þá var stjörnutjaldið einnig á staðnum og nýttu gestir tækifærið til að fræðast um himingeiminn. 

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is