2012

Árið 2012 lagði Háskólalestin af stað í nýtt ferðalag og nú var áhöfnin reynslunni ríkari. Í maímánuði voru eftirfarandi staðir heimsóttir: Kirkjubæjarklaustur, Fjallabyggð, Grindavík og Ísafjörður. Á öllum stöðum voru háskólafög kennd í grunnskólum staðanna og Vísindaveislu slegið upp. 

Þetta árið hlaut Háskólalestin Vísindamiðlunarverðlaun Rannís við hátíðlega athöfn á Vísindavöku Rannís. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti þá Jóni Atla Benediktssyni, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands, viðurkenningu fyrir verkefnið, en fulltrúar Háskólalestarinnar tóku við viðurkenninguni með honum.

Smellið á staðrheitin hér til hliðar til að fræðast nánar um ferðir Háskólalestarinnar árið 2012.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is