Sandgerði 2017

Önnur ferð Háskólalestarinnar var í Sandgerði, en þar tóku nemendur Grunnskólans á Sandgeri vel á móti okkur. Eldri nemendum skólans stóðu ýmis námskeið til boða á vegum Háskóla unga fólksins en með þeirra voru námskeiðin jarðfræði, japanska, leyndardómar miðaldra handrita, tómstunda og félagsmálafræði og efnafræði. Nemendur voru áhugasamir um námsefnið og dagurinn virkilega vel heppnaður.

Vísindaveislan var síðan haldin á laugardeginum í hátíðarsal skólans og var hún gríðarlega vel sótt. Þar var ýmislegt í boði fyrir gesti og gangandi. Í veislunni gafst gestum tækifæri á að spreyta sig í fréttamennsku, skrifa með fjörðum, verða vitni að ótrúlegum efnafræði tilraunum og leika sér með hlóð. Einnig bauðst gestum kostur á að fara í stutta heimsókn um himingeimin í stjörnutjaldinu. Þar fræddi Sævar gesti um stjörnurnar og stjörnumerkin.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands sem staðsett er í Sandgerði tók þátt í vísindaveislunni að þessu sinni og var með ýmiskonar sjávardýr til sýnis meðal annars krabba, krossfiska og ígulker. Einnig voru þeir með selsfóstur til sýnis sem vakti mikla athygli gesta.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is