Kynjafræði

Af hverju eru karlar með hærri laun en konur? Af hverju eru færri konur en karlar á þingi? Og af hverju eru fleiri konur hjúkrunarfræðingar en karlar? Þykir flottara að vera strákastelpa en að vera stelpustrákur? Er munur á konum og körlum? Hvað með homma, lesbíur og transfólk? Hvað er átt við þegar talað er um eðli kynjanna? Fáum við skilaboð um hvernig konur og karlar eiga að vera? Hafa þau áhrif á hvað við viljum og hvað við veljum?

Námskeiðið fjallar um hvernig kynjafræðin skoðar þessi mál og mörg önnur. Hugmyndir okkar um hvað hæfir konum og körlum, hvað er kvenlegt og karlmannlegt eru mikilvægir þættir í tilveru okkar og menningu. Í námskeiðinu veltum við fyrir okkur hvaðan hugmyndir okkar koma um stelpur og stráka, karla og konur, og hvort hægt sé að breyta þeim.

Image