Kirkjubæjarklaustur

Á Kirkjubæjarklaustri sóttu nemendur Kirkjubæjarskóla og Víkurskóla námskeið Háskóla unga fólksins í eðlisfræði, jarðfræði, nýsköpun, japönsku og tómstunda- og félagsmálafræði. Vísindaveislu var svo að sjálfsögðu slegið upp í félagsheimilinu Kirkjukvoli og Íþróttahúsi grunnskólans þar sem áhöfnin kynntu ýmis tæki og tól fyrir gestum og gangandi. 

Óhætt er að segja að nemendur skólanna tveggja hafi tekið kennurum í Háskóla unga fólksins og allri áhöfn Háskólalestarinnar opnum örmum á Kirkjubæjarklaustri. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is