Ísafjörður

Síðasti áfangastaður Háskólalestarinnar af fjórum árið 2012 var Ísafjörður. Þar stoppaði lestin 25. og 26. maí. Nemendur í Grunnskólanum á Ísafirði sóttu námskeið Háskóla unga fólksins fyrri daginn og um kvöldið hélt Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands erindi um forsetakosningarnar 2012. 

Daginn eftir var svo vegleg vísindaveisla í Edinborgarhúsinu. Sprengjugengið var á sínum stað, líkt og stjörnutjaldið, sýnitilraunir og fjölmargar aðrar uppákömur. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is