Hvolsvöllur

Annar áfangastaður Háskólalestarinnar var Hvolsvöllur. Umfangsmikil dagskrá var á Hvolsvelli sunnudaginn 1. maí í Hvolsskóla, grunnskóla Hvolsvallar. Þar voru sýnitilraunir af ýmsu tagi, SprengjuKári var með sýningu, teikniróla, stjörnutjald, japönsk menning, Vísindavefur HÍ, undur jarðar og spennandi úti- og innileikir fyrir alla fjölskylduna voru í boði. Þá ómaði tónlist frá eldorgeli. Landgræðsla ríkisins að Gunnarsholti, Háskólafélag Suðurlands og Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi tóku þátt í dagskránni með margvíslegum kynningum og viðburðum.

 

 

Þennan dag voru einnig flutt eftirfarandi fræðsluerindi:

  • Magnús Tumi Guðmundsson frá Jarðvísindastofnun HÍ - Gosið í Eyjafjallajökli, stórt eða lítið?
  • Hreinn Óskarsson frá Hekluskógum - Skógar og aska - Hekluskógar og Þórsmörk
  • Ragnhildur Sveinbjarnardóttir frá Háskólafélagi Suðurlands - Katla jarðvangur (geopark) - efling byggðar og samfélags
  • Tómas Grétar Gunnarsson frá Rannsóknarsetri HÍ á Suðurlandi - Um komur farfugla til Íslands
  • Magnús Hrafn Jóhannsson frá Landgræðslu ríkisins - Listin að lífláta lúpínu

Föstudaginn 6. maí sóttu nemendur 5. - 10. bekkjar Hvolsskóla námskeið Háskóla unga fólksins í stjörnufræði, dönsku, kynjafræði, nýsköpun, jarðvísindum og stjórnmálafræði. Þá unnu grunnskólanemar að bæði spurningum og svörum fyrir Vísindavef Háskóla Íslands. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is