Hólmavík

Næsti áfangastaður Háskólalestarinnar var Hólmavík og var lestinni vel tekið þar, líkt og annars staðar á landinu.

Fróðleiksfúsir nemendur  6. - 9. bekkjar grunnskóla Hólmavíkur og Drangsness sóttu tíma í efnafræði, eðlisfræði, japönsku, stjörnufræði og vísindaheimspeki föstudaginn 23. maí.  Á laugardeginum var svo slegið upp vísindaveislu í Félagsheimilinu og þangað var öllum heimamönnum boðið. Sprengjugengið og stjörnutjaldið trekktu að gesti, ekki síður en magnaðar tilraunir, og skemmtileg tæki og tól sem voru á boðstólnum.

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is