Hólmavík

Annar áfangastaður Háskólalestarinnar árið 2021 var Hólmavík, þar sem tekið var vel á móti hópnum í blíðskaparveðri.

Fimmtudaginn 20.maí sóttu kennarar á staðnum kennaranámskeið í microbit-forritun, ljósakassanum og rafrásum.

Föstudaginn 21. maí sóttu yfir 50 nemendur 5.-10. bekk í Grunnskóla Hólmavíkur, Grunnskólanum á Drangsnesi og Reykhólaskóla valin námskeið í:

- efnafræði
- forritun
- líffræði - erfðafræði
- plánetunni Jörð
- vindmyllusmíði

Hver nemandi valdi sér þrjú námskeið til að fara í yfir daginn.

Vegna samkomutakmarkanna í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins var því miður ekki hægt að halda vísindaveislu fyrir almenning að þessu sinni. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is