Höfn

Þriðji áfangastaður Háskólalestarinnar árið 2011 var Höfn í Hofnarfirði.

Föstudaginn 13. maí sóttu nemendur 7. - 10. bekkjar Heppuskóla, Grunnskóla Djúpavogs og Hofgarðsskóla námskeið Háskóla unga fólksins í stjörnufræði; latínu og fornaldarsögu; japönsku; nýsköpunar- og frumkvöðlafræði; kynjafræði; sjúkraþjálfun; og tálknmálsfræði.

Laugardaginn 14. maí var vísindaveisla með umfangsmikilli dagskrá fyrir alla aldurshópa - viðburði og vísindi, fjör og fræði. Í Nýheimum var meðal annars sýning félaga úr Sprengjugenginu landsfræga, teikniróla, stjörnutjald, syngjandi skál, eldorgel, tæki og tól til mælinga, þrautir og leikir, gestir kynntust japanskri menningu, táknmáli og fjölmörgu öðru. Stutt fræðsluerindi af ýmsu tagi voru í boði, myndasýningar og margt fleira. Þá var opið í Pakkhúsinu, á Jöklasýningunni og víðar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is