Grindavík

Næst á ferðaplani Háskólalestarinnar þetta árið var heimsókn til Grindavíkur. Háskólalestin heimsótti Grunnskóla Grindavíkur, þar sem nemendum eldri bekkja bauðst að sækja námskeið í Háskóla unga fólksins. Stóð valið á milli eðlisfræði, jarðfræði, líffræði, nýsköpunar, stjörnufræði, þjóðfræði og fornleifafræði.

Vísindaveislu var svo slegið upp í Kvikunni, auðlinda- og menningarmiðstöð Grindavíkur. Þar var Sprengjugengið með sýningar, stjörnufræðingar buðu gestum upp á ferðalag um óravíddir himingeimsins og ýmist tæki og tól voru til sýnis.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is