Hátíðarkveðja

Árið 2019 var frábært ár hjá Háskólalestinni og hlökkum við til að ferðast um á næsta ári. Við bíðum spennt eftir tilkynningu um hverjir áfangastaðir lestarinnar verða 2020!

Í ferðum lestarinnar býðst landsmönnum í dreifðum byggðum að kynnast vísindum með aðgengilegum hætti og jafnast þannig tækifæri og aðgangur landsmanna að þekkingu og fræðum. Starfsmenn Vísindasmiðju Háskóla Íslands eru kennarar og nemendur HÍ og fá háskólanemar sem þar starfa einstaka þjálfun í vísindamiðlun meðfram sínu námi.

Við þökkum kærlega frábærar mótttökur í Hveragerði, Bolungarvík, Fjallabyggð og á Djúpavogi. Þetta voru frábær skólasamfélög sem við heimsóttum og mikil gleði í vísindaveislunum okkar.

Jólakveðja,
Háskólalestin

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is