„Hvenær kemst ég eiginlega í þennan skóla?“

Jón Gunnar Þorsteinsson ritstjóri Vísindavefsins og Háskólalestarkennari og miðlari hafði þetta að segja um nýlega ferð Háskólalestarinnar til Bolungarvíkur:

"Undanfarin ár hef ég farið í fjölmargar ferðir með Háskólalestinni. Það skemmtilegasta við ferðirnar er að kenna börnum og unglingum vísindaheimspeki og hitta alla þá fjölmörgu sem koma á vísindaveislur sem haldnar eru í félagsheimilum og öðrum húsakynnum víða um landið.

Vísindavefurinn er með ýmsar þrautir sem gestir fá að spreyta sig á. Það eru alltaf einhverjir sem hætta ekki fyrr en þeir ná að leysa allar þrautirnar - sem oftast tekur nærri tvo tíma! Það er sérstaklega gaman að sjá hversu Íslendingar af erlendum uppruna eru duglegir í þessu, oftast krakkar og unglingar á aldrinum 8-16 ára.

Hér er Bolvíkingurinn Oliwier M. Urbanowski, 11 ára gamall, sem leysti allar þrautirnar á mettíma og spurði svo: „Hvenær kemst ég eiginlega í þennan skóla?“

Hér má lesa greinina á Vísindavefnum

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is