Upphitun í Njarðvík

Háskólalestin hitaði upp fyrir vorið í Njarðvíkurskóla mánudaginn 8.apríl. Þar skein sólin og var vel tekið á móti okkur af stjórnendum, kennurum og kátum krökkum.
9. og 10. bekk var boðið upp fjölbreytt og spennandi námskeið í efnafræði, eðlisfræði, fornleifafræði, forritun, stjörnufræði, tómstunda- og félagsmálafræði og vísindaheimspeki. Einnig skelltu kennararnir okkar þær Kristbjörg og Sara í rafmagnssýningu fyrir spennta krakka í 7.bekk.

Takk fyrir okkur Njarðvíkurskóli!

Hér má lesa frétt frá heimasíðu skólans

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is