Háskólalestin er nú á sínu níunda starfsári en hún var sett á laggirnar á aldarafmælisári Háskóla Íslands árið 2011.
Áhersla starfsmanna lestarinnar er á kynna vísindi á lifandi, skemmtilegan og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki og hefur lestin heimsótt á fjórða tug sveitarfélaga um allt land frá því að hún rúllaði fyrst af stað.
Háskólalestin bíður spennt eftir að leggja land undir fót í maí 2019.
Áfangastaðir verða tilkynntir fljótlega!