Háskólalestin í Búðardal

Háskólalestin leggur af stað í fyrsta ferðalag ársins í næstu viku og er förinni heitið í Búðardal. Samkvæmt venju verða haldin námskeið úr Háskóla unga fólksins á föstudeginum fyrir elstu bekki Auðarskóla og Reykhólaskóla.

Á laugardeginum verður svo haldin vísindaveisla í Dalabúð þar sem verður hægt að sjá og upplifa fjölmargt skemmtilegt eins og undraheima Japans,  vindmyllusmíði, furðuspegla og syngjandi skálir. Sprengju-Kata mun sýna gestum og gangandi efnafræðibrellur og þá verður stjörnutjaldið sívinsæla á sínum stað þar sem boðið verður upp á ferðalög um himingeiminn.

Allir eru hjartanlega velkomnir, ungir sem aldnir og aðgangur er ókeypis.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is