Háskólalestin leggur af stað

Nú styttist í að Háskólalestin leggi af stað í sitt árlega ferðalag, nú sem hluti af Norrænu þekkingarlestinni. Norræna þekkingarlestin var hluti af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014 og ferðast þekkingarlestir um Ísland, Danmörku, Finnland, Svíþjóð, Noreg, Álandseyjar, Færeyjar og Grænland.

Það er fyrir löngu kominn ferðahugur í áhöfnina, sem er á fullu að leggja lokahönd á skipulagið, pakka í kassa og gera sig klára fyrir það sem framundan er. Fyrsti viðkomustaður Háskólalestarinnar árið 2015 er Höfn í Hornafirði, þar sem við setjum upp Háskóla unga fólksins í grunnskólanum. 

Í Háskóla unga fólksins verða eftirfarandi námskeið: eðlisfræði, stjörnufræði, vindmyllur og vindorka, vísindaheimspeki, efnafræði, forritun, japanska, Biophilia, og tómstunda- og félagsmálafræði.

Höfn í Hornafriði er fyrsti staðurinn sem Háskólalestin heimsækir oftar en einu sinni, en lestin stoppaði þar á sínu fyrsta ferðalagi árið 2011. Hægt er að lesa nánar um ferðalagið hér.

Í næstu viku förum við svo til Vopnafjarðar. Þar munu ungir nemar sækja námskeið í Háskóla unga fólksins og bæjarbúar allir taka þátt í vísindaveislu.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is